El Chapo sakfelldur Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2019 17:59 Glæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað meira en 200 tonnum af kókaíni inn í Bandaríkin. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Bandaríkjunum. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður en umfangsmikil glæpasamtök hans smygluðu marijúana, kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Guzman var ákærður í ellefu liðum. Það tók kviðdómendur í New York sex daga að komast að niðurstöðu í máli Guzman. Hún er að hann var dæmdur sekur í fjölda ákæruliða sem snúa að mestu að rekstri glæpasamtaka og fíkniefnasölu. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en talið er að Guzman, sem er 61 árs gamall, muni sitja í fangelsi út líf sitt.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoÞá verður Guzman settur í fangelsi með gífurlegri öryggisgæslu en hann þykir háll sem áll. Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Réttarhöldin hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði og hafa á sjötta tug manna borið vitni gegn Guzman. Þar komu ýmsar upplýsingar fram um hvernig Sinaloa-samtökin, sem Guzman leiddi, öfluðu milljörðum dala með fíkniefnasölu og ofbeldi. Vitni lýstu meðal annars því hvernig Guzman fyrirskipaði launmorð, mútaði embættismönnum og smyglaði fíkniefnum inn í Bandaríkin.Sjá einnig: El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dalaGlæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað yfir 200 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Málsvörn verjenda hans tók einungis um þrjátíu mínútur. Verjendur hans sögðu ákærurnar gegn honum byggja á sögum glæpamanna sem „ljúgi, steli, svindli, selji fíkniefni og myrði fólk“. Guzman sjálfur tók þá ákvörðun að bera ekki vitni á meðan á réttarhöldunum stóð. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Guzman var handtekinn í Mexíkó árið 2016. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Bandaríkjunum. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður en umfangsmikil glæpasamtök hans smygluðu marijúana, kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Guzman var ákærður í ellefu liðum. Það tók kviðdómendur í New York sex daga að komast að niðurstöðu í máli Guzman. Hún er að hann var dæmdur sekur í fjölda ákæruliða sem snúa að mestu að rekstri glæpasamtaka og fíkniefnasölu. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en talið er að Guzman, sem er 61 árs gamall, muni sitja í fangelsi út líf sitt.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoÞá verður Guzman settur í fangelsi með gífurlegri öryggisgæslu en hann þykir háll sem áll. Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Réttarhöldin hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði og hafa á sjötta tug manna borið vitni gegn Guzman. Þar komu ýmsar upplýsingar fram um hvernig Sinaloa-samtökin, sem Guzman leiddi, öfluðu milljörðum dala með fíkniefnasölu og ofbeldi. Vitni lýstu meðal annars því hvernig Guzman fyrirskipaði launmorð, mútaði embættismönnum og smyglaði fíkniefnum inn í Bandaríkin.Sjá einnig: El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dalaGlæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað yfir 200 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Málsvörn verjenda hans tók einungis um þrjátíu mínútur. Verjendur hans sögðu ákærurnar gegn honum byggja á sögum glæpamanna sem „ljúgi, steli, svindli, selji fíkniefni og myrði fólk“. Guzman sjálfur tók þá ákvörðun að bera ekki vitni á meðan á réttarhöldunum stóð. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Guzman var handtekinn í Mexíkó árið 2016.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40
Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00
Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34