Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:55 Erdogan forseti (2.f.h.) hefur verið sakaður um að nota valdaránstilraunina fyrir rúmum tveimur árum sem átyllu til að brjóta á bak aftur allt andóf gegn sér í landinu. Vísir/EPA Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum. Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum.
Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30