Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2019 16:00 „Þetta er mjög ánægjulegt fyrir okkur sem vinnum að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará, á hendur Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun. Krafist var ógildingar á starfs- og rekstrarleyfi Arnarlax. Veiðirétthafarnir höfðuðu málið í maí í fyrra og töldu villtum laxastofnum steðja hætta af laxeldinu og þar af leiðandi væri vegið að hagsmunum þeirra sem veiðirétthafar í Haffjarðará. „Þarna staðfestir Landsréttur dóm héraðsdóms um frávísun og þar með að þessar ásakanir séu tilhæfulausar.“ segir Kjartan. Hann segir að Arnarlax stefni á að halda áfram að byggja upp starfsemina en reiknar ekki með því að veiðirétthafar láti staðar nema þrátt fyrir niðurstöðu Landsréttar. „Laxeldið er auðvitað ný grein á Íslandi og ég held að það sé viðbúið að þessar skærur haldi áfram,“ segir Kjartan og segir þetta tiltekna leyfi sem bitist var um fyrir dómi hafi farið í gegn um langt ferli. „Bæði í gegn um leyfisferlana sjálfa með kynningarfrestum og þess háttar og úrskurðarnefndum og loks þessu einkamáli sem væntanlega lýkur þarna. Eftir allan þennan tíma ætla ég ekki að vanmeta sköpunargleði þessara aðila og búumst við því að þeir haldi áfram í einhverju formi. En þetta býr þó til ákveðin ramma og staðfestir að þessar ásakanir eru tilhæfulausar.“ Dómsmál Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir okkur sem vinnum að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará, á hendur Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun. Krafist var ógildingar á starfs- og rekstrarleyfi Arnarlax. Veiðirétthafarnir höfðuðu málið í maí í fyrra og töldu villtum laxastofnum steðja hætta af laxeldinu og þar af leiðandi væri vegið að hagsmunum þeirra sem veiðirétthafar í Haffjarðará. „Þarna staðfestir Landsréttur dóm héraðsdóms um frávísun og þar með að þessar ásakanir séu tilhæfulausar.“ segir Kjartan. Hann segir að Arnarlax stefni á að halda áfram að byggja upp starfsemina en reiknar ekki með því að veiðirétthafar láti staðar nema þrátt fyrir niðurstöðu Landsréttar. „Laxeldið er auðvitað ný grein á Íslandi og ég held að það sé viðbúið að þessar skærur haldi áfram,“ segir Kjartan og segir þetta tiltekna leyfi sem bitist var um fyrir dómi hafi farið í gegn um langt ferli. „Bæði í gegn um leyfisferlana sjálfa með kynningarfrestum og þess háttar og úrskurðarnefndum og loks þessu einkamáli sem væntanlega lýkur þarna. Eftir allan þennan tíma ætla ég ekki að vanmeta sköpunargleði þessara aðila og búumst við því að þeir haldi áfram í einhverju formi. En þetta býr þó til ákveðin ramma og staðfestir að þessar ásakanir eru tilhæfulausar.“
Dómsmál Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira