Brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:58 Skýrslan fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016. vísir/vilhelm Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér. Félagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér.
Félagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira