Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:41 Ekki var talin þörf á unhverfismati fyrir 1.700 tonna seiðaeldi á landi á Árskógssandi. FBL/AUÐUNN Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira