Við höfum öll hlutverk – verndum börn samfélagsins Ellen Calmon skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Sáttmálinn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 og lögfestur 20. febrúar 2013 og er því hluti af íslenskri löggjöf. Þar sem Barnasáttmálinn er lög á Íslandi ber öllum að fara eftir honum, þó eru skyldur þeirra sem starfa með börnum enn ríkari en almennra borgara. UNICEF hefur meðal annars unnið hörðum höndum að því að styðja við innleiðingu á Barnasáttmálanum og hugmyndafræði hans í skóla- og frístundastarfi í borginni og víðar. Reykjavíkurborg hefur nýlega gefið út menntastefnu sem byggir á grunnstefnum Barnasáttmálans um menntun barns þar sem áhersla er lögð á að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barnsins. Þá mun borgin bjóða upp á fræðslu um réttindi barna til starfsstaða á skóla- og frístundasviði enda mikilvægt að allir sem starfa með börnum þekki til Barnasáttmálans og þeirrar skyldu sem sáttmálinn leggur á hinn fullorðna. Inntaki Barnasáttmálans má í grófum dráttum skipta upp í þrjá réttindaflokka barna sem eru: vernd, umönnun og þátttaka. Þessir flokkar kveða meðal annars á um að börn eigi rétt til friðhelgi, fjölskyldu- og einkalífs, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða svo velferð barna á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála sé tryggð. Þá á sáttmálinn að tryggja öllum börnum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á öllum þeim málum er þau varða. Almennt er gengið út frá því að fjórar greinar sáttmálans feli í sér svokallaðar grundvallarreglur. Eru það 2. gr. Jafnræði – bann við mismunun, 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu, 6. gr. Réttur til lífs og þroska og 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Fullorðnum sem starfa með börnum ber því rík skylda til að vernda börn og tryggja þeim umönnun og velferð og gæta þess að öll börn fái þjónustu við hæfi óháð félagslegri stöðu, fötlun eða öðrum aðstæðum. Tilkynningaskyldan er mikilvæg í þessu samhengi en það er borgaralega skylda okkar allra, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, og enn ríkari hjá þeim sem starfa með börnum, að tilkynna tafarlaust til barnaverndar sé minnsti grunur um að velferð barns, heilsu, líkamlegri eða andlegri sé ógnað með einhverjum hætti af forráðamönnum, foreldrum eða öðrum. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og taka höndum saman um að vera meira vakandi fyrir velferð barnanna okkar. Gefum börnum samfélagsins tíma, hlustum á þau, hvetjum og verndum. Ellen Calmon er verkefnisstýra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Höfundur er einnig formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar