Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í hádeginu í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi.
Ólafur og Karl Gauti voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins í kosningunum haustið 2017 en þeir voru svo reknir úr flokknum fyrir um þremur mánuðum í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða.
Síðan þá höfðu verið utan flokka á þingi eða allt þar til að þeir gengu í Miðflokkinn síðastliðinn föstudag.
Í þingflokki Miðflokksins hitta þeir fyrir þingmennina sem sátu með þeim á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum, það er þá Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur og Bergþór Ólason.
Samræður þingmannanna á Klaustri náðust á upptöku en á henni mátti heyra þá fara vægast sagt ófögrum orðum um ýmsa þingmenn og aðra nafntogaða einstaklinga.
Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum

Tengdar fréttir

Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær.

Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda
Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn.

Inga hlær að Halldóri í Holti og Klausturkörlum
Inga Sæland telur Ólaf og Karl Gauta enga vagna draga.