Kristín fékk alvarlegt fæðingarþunglyndi: „Þrengdi að hálsinum á yngri stelpunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2019 11:30 Kristín segir sögu sína í Íslandi í dag. Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira