Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15