Lele Hardy spilar ekki meira með Haukum í Domino's deild kvenna. Vefmiðillinn Karfan.is hefur þetta eftir Ólöfu Helgu Pálsdóttur, þjálfara Hauka.
Hardy var besti erlendi leikmaður efstu deildar á Íslandið frá 2011-2014 þegar hún lék með Njarðvík og Haukum. Hún fór frá Haukum 2015 en snéri aftur fyrir þetta tímabil.
Hún skilaði 21,4 stigi að meðaltali í leik í vetur, 14,4 fráköstum og 5,6 stoðsendingum. Íslandsmeistarar Hauka sitja í sjöunda sæti deildarinnar.
Hardy verður áfram þjálfari yngri flokka hjá félaginu en spilar ekki meira með meistaraflokki. Haukar sækja Skallagrím heim í kvöld og verða þar án bandarísk leikmanns.
Lele Hardy spilar ekki meira með Haukum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Fleiri fréttir
