Ungmennaþing ÖBÍ: „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 20:00 Haukur Hákon Loftsson sótti ungmennaþingið í dag EGILL AÐALSTEINSSON Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Sjá meira
Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON
Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Sjá meira
Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12