Eldur kom upp í bílaverkstæði á Eirhöfða í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að svo heppilega hafi viljað til að starfsmaður verkstæðisins var að koma að húsinu þegar hann sá reyk liðast upp frá því og hringdi hann strax í slökkviliðið. Mbl greindi fyrst frá í gærkvöldi.
Lið frá þremur stöðvum mætti á staðinn og vel gekk í baráttunni við eldinn en reykkafarar voru sendir inn á verkstæðið.
Nokkuð tjón varð þó á húsnæðinu, en aðallega af völdum hita og reyks. Þrjár bifreiðar sem voru inni á verkstæðinu sluppu til að mynda við logana.
Unnið var fram á nótt við reykræstingu og við að tryggja að eldurinn væri örugglega slökktur
