Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Sveinn Arnarsson skrifar 6. mars 2019 06:30 Viðbúnaður er á Landspítala vegna mislingasmita sem staðfest hafa verið undanfarna daga. Fréttablaðið/Heiða Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33