Sveitarfélögin sem jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun