Íslensk hljómsveit hyggur á andísraelsk mótmæli, segir til dæmis í The Times of Israel.
„Hljómsveit sem heitir Hatari, og kemur fram í BDSM-klæðnaði segir að hún vilji tala fyrir málstað Palestínu á sviðinu þrátt fyrir að reglur Euriovision-söngvakeppninnar. Hatari hefur jafnframt skorað á Netanyahu í glímu.“
Fleiri miðlar eru á svipuðum slóðumen eins og Vísir greindi frá hefur Hatari þegar vakið verulega athygli í Ísrael.
Sjá einnig:Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi
Vísir ræddi í dag við blaðamanninn Daniel Hershkovitz, sem sagði að gríðarleg eftirvænting ríkti í Ísrael vegna keppninnar og væru langt síðan öll hótelherbergi í Tel Aviv væru bókuð og einnig AirB&B íbúðir.

Jæja þá hefur hljómsveitinni Hatarar strax tekist að vekja neikvæða athygli á landi og þjóð og eru sakaðir um gyðingahatur eins og ég óttaðist,“ skrifar Margrét og vitnar í ísralelska fjölmiðla.

Sé athugasemdakerfið skoðað, í frétt The Times of Israel, má sjá að þar geysar hatröm umræða. Og nokkrir Íslendingar, meðal annarra áðurnefnd Margrét, sverja af sér Hatara. Víst er að fjölmargir í Ísrael hafa nákvæmlega engan húmor fyrir framlagi Íslands.
Vísir birtir á morgun viðtal við ísraelskan borgara en ljóst er að margir í Ísrael eru afar ósáttir við framgöngu Hatara.