SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. mars 2019 06:15 Sextán félög eru í samfloti SGS sem sleit kjaraviðræðum við SA í gær. Fréttablaðið/Ernir „Starfsgreinasambandið lýsti því yfir á þessum fundi að við mætum það svo að viðræðurnar væru árangurslausar og við slitum þeim. Í framhaldinu mun svo aðgerðahópur okkar koma saman til að teikna upp aðgerðir okkar félaga,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. SGS og Samtök atvinnulífsins hafa fundað á vettvangi ríkissáttasemjara frá því að deilunni var vísað þangað þann 21. febrúar síðastliðinn. Samninganefnd SGS samþykkti fyrir helgi að slíta viðræðum ef ekkert nýtt kæmi fram frá SA. Flosi staðfestir að engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafi komið frá SA, hvorki um helgina né á samningafundinum. Aðgerðahópur SGS mun funda í dag og verða tillögur kynntar fyrir samninganefnd í næstu viku. Hvert félag innan SGS þarf svo að boða til verkfalls og fá það samþykkt á sínu félagssvæði. „Það er auðvitað aldrei loku fyrir það skotið að Samtök atvinnulífsins spili einhverju út eða eitthvað breytist þannig að kjaraviðræður komist aftur í gang. Ef ekkert gerist í þessu efni þá munum við væntanlega boða til verkfalla,“ segir Flosi. Fram hefur komið að eitt af því sem SGS sé ósátt við í viðræðunum séu hugmyndir SA um breytt vinnutímafyrirkomulag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir erfitt að taka einhvern einn þátt út fyrir sviga. „Þetta er allt samhangandi og við erum búin að ná mjög mörgu saman en því miður tókst ekki að ná þessu öllu saman eins og við höfðum gert okkur vonir um. Það breytir því ekkert að það er búið að leggja grunninn að kjarasamningi til framtíðar,“ segir Halldór. Sú vinna liggi fyrir og muni nýtast í framhaldinu. „Þannig getum við tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara á nýjan leik ef réttar aðstæður myndast.“ Boða þarf til fundar hjá ríkissáttasemjara í vikunni í deilu SA og Eflingar, VR, VLFA og VLFG. Að óbreyttu brestur á sólarhringsverkfall á föstudaginn meðal félagsmanna Eflingar og VR sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. „Við þurfum að hittast og reyna að höggva á þennan gordíonshnút með það að markmiði að koma í veg fyrir að þetta verkfall verði að veruleika. Þetta er mjög alvarlegt verkfall og umfangsmeira en síðasta verkfall. Þetta mun valda miklu fjárhagslegu tjóni,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Starfsgreinasambandið lýsti því yfir á þessum fundi að við mætum það svo að viðræðurnar væru árangurslausar og við slitum þeim. Í framhaldinu mun svo aðgerðahópur okkar koma saman til að teikna upp aðgerðir okkar félaga,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. SGS og Samtök atvinnulífsins hafa fundað á vettvangi ríkissáttasemjara frá því að deilunni var vísað þangað þann 21. febrúar síðastliðinn. Samninganefnd SGS samþykkti fyrir helgi að slíta viðræðum ef ekkert nýtt kæmi fram frá SA. Flosi staðfestir að engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafi komið frá SA, hvorki um helgina né á samningafundinum. Aðgerðahópur SGS mun funda í dag og verða tillögur kynntar fyrir samninganefnd í næstu viku. Hvert félag innan SGS þarf svo að boða til verkfalls og fá það samþykkt á sínu félagssvæði. „Það er auðvitað aldrei loku fyrir það skotið að Samtök atvinnulífsins spili einhverju út eða eitthvað breytist þannig að kjaraviðræður komist aftur í gang. Ef ekkert gerist í þessu efni þá munum við væntanlega boða til verkfalla,“ segir Flosi. Fram hefur komið að eitt af því sem SGS sé ósátt við í viðræðunum séu hugmyndir SA um breytt vinnutímafyrirkomulag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir erfitt að taka einhvern einn þátt út fyrir sviga. „Þetta er allt samhangandi og við erum búin að ná mjög mörgu saman en því miður tókst ekki að ná þessu öllu saman eins og við höfðum gert okkur vonir um. Það breytir því ekkert að það er búið að leggja grunninn að kjarasamningi til framtíðar,“ segir Halldór. Sú vinna liggi fyrir og muni nýtast í framhaldinu. „Þannig getum við tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara á nýjan leik ef réttar aðstæður myndast.“ Boða þarf til fundar hjá ríkissáttasemjara í vikunni í deilu SA og Eflingar, VR, VLFA og VLFG. Að óbreyttu brestur á sólarhringsverkfall á föstudaginn meðal félagsmanna Eflingar og VR sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. „Við þurfum að hittast og reyna að höggva á þennan gordíonshnút með það að markmiði að koma í veg fyrir að þetta verkfall verði að veruleika. Þetta er mjög alvarlegt verkfall og umfangsmeira en síðasta verkfall. Þetta mun valda miklu fjárhagslegu tjóni,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27