Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 23:04 Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Vísir/vilhelm „Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55