Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 08:00 Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00