Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 17:31 Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 Vísir/ap Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 að því er fram kemur í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Þá kemur einnig fram að embætti ríkislögreglustjóra hefði borist bæði upplýsingar og erindi frá nýsjálenskum yfirvöldum. Ríkislögreglustjóri kveðst ekki getað veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í stefnuyfirlýsingu Tarrants segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur. Ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Það viti hann vegna þess að hann hafi verið þar. Vísir greindi frá því í gær að talið væri að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum Tarrants í Evrópureisu hans fyrir tveimur árum sem að hans sögn hafði djúpstæð áhrif á hann. Sjá nánar: Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Í umfjöllun The Washington Post um málið kemur fram að Tarrant hefði ferðast víða um heim árin í aðdraganda hryðjuverkanna en meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Nýsjálensk lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því, í samvinnu við lögregluembætti viðkomandi landa, að því að kortleggja ferðir Tarrants og hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011.Embætti ríkislögreglustjóra svaraði ekki samskonar fyrirspurn sem fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sendi fyrir hádegi í dag. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 að því er fram kemur í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Þá kemur einnig fram að embætti ríkislögreglustjóra hefði borist bæði upplýsingar og erindi frá nýsjálenskum yfirvöldum. Ríkislögreglustjóri kveðst ekki getað veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í stefnuyfirlýsingu Tarrants segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur. Ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Það viti hann vegna þess að hann hafi verið þar. Vísir greindi frá því í gær að talið væri að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum Tarrants í Evrópureisu hans fyrir tveimur árum sem að hans sögn hafði djúpstæð áhrif á hann. Sjá nánar: Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Í umfjöllun The Washington Post um málið kemur fram að Tarrant hefði ferðast víða um heim árin í aðdraganda hryðjuverkanna en meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Nýsjálensk lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því, í samvinnu við lögregluembætti viðkomandi landa, að því að kortleggja ferðir Tarrants og hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011.Embætti ríkislögreglustjóra svaraði ekki samskonar fyrirspurn sem fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sendi fyrir hádegi í dag.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54