Heimilislausir í Víðinesi eru uggandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:30 Svanur í herbergi sínu í Víðinesi með hundinn sinn. Fréttablaðið/Þórsteinn Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira