Atburðarás dagsins: Frá Stjórnarráðinu til Bessastaða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður tímabundið ráðherra fjögurra málaflokka eftir að hún tók við dómsmálaráðuneytinu á Bessastöðum síðdegis. Fráfarandi dómsmálaráðherra segir mannréttindadómstólinn hafa sætt gagnrýni frá ýmsum ríkjum fyrir framsækna lagatúlkun. Líkt og kunnugt er sagði Sigríður Á Andersen af sér sem dómsmálaráðherra í gær í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu klukkan níu í morgun og stóð fundurinn í tæpar þrjár klukkustundir. Ráðherraskipan var ekki til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundinum í morgun en staða Landsréttar rædd lítillega. Að ríkisstjórnarfundi loknum sagðist Sigríður skilja sátt með sín störf í dómsmálaráðuneytinu, hún muni áfram gegna þingstörfum að heilum hug en að svo stöddu liggur ekki fyrir í hvaða þingnefndum hún mun taka sæti. Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram klukkan hálf þrjú og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við fjölmiðla á Alþingi að honum loknum. Þar upplýsti Bjarni að Þórdís Kolbrún muni tímabundið taka við hlutverki dómsmálaráðherra, Samhliða mun Þórdís áfram gegna embætti ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra þar til ráðrúm hefur gefist til að finna út úr því hver taki við dómsmálaráðuneytinu. Ráðherrar mættu svo einn af öðrum til Bessastaða þar sem ríkisráðsfundur hófst klukkan fjögur. Gert var hlé á ríkisráðsfundi og vék Sigríður af fundinum eftir að hafa fengið lausn frá embætti. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður tímabundið ráðherra fjögurra málaflokka eftir að hún tók við dómsmálaráðuneytinu á Bessastöðum síðdegis. Fráfarandi dómsmálaráðherra segir mannréttindadómstólinn hafa sætt gagnrýni frá ýmsum ríkjum fyrir framsækna lagatúlkun. Líkt og kunnugt er sagði Sigríður Á Andersen af sér sem dómsmálaráðherra í gær í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu klukkan níu í morgun og stóð fundurinn í tæpar þrjár klukkustundir. Ráðherraskipan var ekki til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundinum í morgun en staða Landsréttar rædd lítillega. Að ríkisstjórnarfundi loknum sagðist Sigríður skilja sátt með sín störf í dómsmálaráðuneytinu, hún muni áfram gegna þingstörfum að heilum hug en að svo stöddu liggur ekki fyrir í hvaða þingnefndum hún mun taka sæti. Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram klukkan hálf þrjú og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við fjölmiðla á Alþingi að honum loknum. Þar upplýsti Bjarni að Þórdís Kolbrún muni tímabundið taka við hlutverki dómsmálaráðherra, Samhliða mun Þórdís áfram gegna embætti ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra þar til ráðrúm hefur gefist til að finna út úr því hver taki við dómsmálaráðuneytinu. Ráðherrar mættu svo einn af öðrum til Bessastaða þar sem ríkisráðsfundur hófst klukkan fjögur. Gert var hlé á ríkisráðsfundi og vék Sigríður af fundinum eftir að hafa fengið lausn frá embætti.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. 14. mars 2019 20:00
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37