Áður hafði mikill meirihluti breskra þingmanna greitt atkvæði gegn því að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. 334 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 85 greiddu atkvæði með henni.
Í gær útilokaði þingið að fara úr ESB án samnings.
Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gefið til kynna að þeir séu ekki til frekari viðræðna um breytingar á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn hafa í tvígang hafnað með afgerandi meirihluta.
Uppfært: Þingmenn hafa nú samþykkt með miklum meirihluta að fresta Brexit til 30. júní. Til þess þarf þó samþykki forsvarsmanna ESB. Þeir samþykktu einnig að gefa Theresu May tækifæri til að reyna að koma Brexit samningi sínum í gegnum þingið í þriðja sinn. Sú atkvæðagreiðsla fer fram í næstu viku.
House of Commons votes 314 to 312 to reject @hilarybennmp's Amendment (i) to the #Article50 extension motion.
It would have given cross-party backbenchers control of parliamentary time next Wednesday in order to "find a way forward that can command majority support". pic.twitter.com/j5VEfojplq
— UK House of Commons (@HouseofCommons) March 14, 2019