Vill skapa frið með ákvörðun sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. mars 2019 18:49 Sigríður Á. Andersen sagði í dag af sér embætti sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við landsrétt í lok árs 2017. Sigríður vill með afsögn sinni tryggja frið um málaflokkinn og að dómstólarnir verið ekki notaðir í pólitískum tilgangi. „Í því ljósi að þá hef ég ákveðið að stíga til hliðar til þess að skapa vinnufrið næstu vikurnar sem einhverjum spurningum og einhverjum álitaefnum verðir svarað,“ sagði Sigríður á blaðamannafundinum í dag. Með þessum orðum lauk Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra blaðamannafundi sem hún boðaði til með skömmum fyrirvara í dómsmálaráðuneytinu um miðjan dag. Ákvörðunin er tekin eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli þar sem íslenska ríkið var sakfellt fyrir óréttláta málsmeðferð manns fyrir Landrétti í kjölfar skipunar Sigríðar í dóminn. „Nú dómurinn finnur mjög að málsmeðferð alþingis sem hæstiréttur hafði svo sem gert líka en þó með vægari hætti. hafði strax í desember með dómum sínum komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið eðlilegra að greiða atkvæði um hvern og einn dómara fyrir sig en ekki í einu lagi,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki hafa verið í hættu vegna þessa máls.Vísir/Vilhelm Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður segist með ákvörðun sinni að segja af sér vilja skapa frið um málaflokkinn svo að hægt verði að taka ákvarðanir innan dómsmálaráðuneytisins án þess að persóna hennar kynni að trufla þau störf. Hún vill ekki að dómstólarnir verði notaðir í pólitískum tilgangi og að grafið yrði undir trúverðugleika þeirra, sæti hún áfram. Heldur þú áfram á þingi? „Já, að sjálfsögðu. Ég er ekki að hverfa frá pólitík og hef áfram eftir sem áður skoðanir á því hvernig fyrirkomulagið við skipan dómara á að vera,“ sagði Sigríður.Hrikti í ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa máls? „Ekki vegna þessa máls nei. Ég skil það líka alveg vel að mönnum þyki erfitt þegar menn far aí og úr stjórn og mál halda áfram á milli ríkisstjórna,“ sagði Sagríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Sigríður að hún hefði stuðning ríkisstjórnarinnar og að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti.Var þrýstingur á þig frá formanni flokksins eða frá flokkum um að stíga til hliðar? „Alls ekki, alls ekki og ég hef fullan stuðning míns þingflokks,“ sagði Sigríður.En ríkisstjórnarinnar? „Við höfum nú ekki haft ríkisstjórnarfund en ég geng nú út frá því að ég hafi sem ráðherra stuðning ríkisstjórnarinnar annars væri ríkisstjórnin fallin,“ sagði Sigríður.Þú ræddir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í gær. Hvað fór ykkar á milli? „Ég gef það nú ekki upp. Ég ræði við forsætisráðherra á hverjum tíma og það er eðlilegt að ráðherra geri það og aðrir ráðherra líka þannig að ég gef það nú ekki upp en það var nú bara svona fljótlega eftir að dómurinn hvar kveðinn upp bara til þess að ráða ráðum okkar,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen ræðir við fréttamenn að loknum blaðamannafundi í dagVísir/Stöð 2 Standi þetta hefur það ófyrirséðar afleiðingar Frá farandi dómsmálaráðherra á vona á því að íslenska ríkið muni skjóta niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirréttar í Strassborg. „Standi þetta þá hefur þetta ófyrirséðar afleiðingar um alla Evrópu hvað varðar dómsuppkvaðningu í flestum löndum Evrópu,“ sagði Sigríður.Hver úr Sjálfstæðisflokkum tekur við dómsmálaráðuneytinu? „Nú er það ákvörðun formanns og þingflokksins í heild en ég mun óska eftir því að fjármálaráðherra og formaður flokksins muni gegna fyrir mig fram að ríkisráðsfundi þannig að það verði ekkert hökkt hér á ákvörðunum sem þarf að taka í dómsmálaráðuneytinu strax á morgun,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun 13. mars 2019 18:08 Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Sigríður Á. Andersen getur tæknilega ekki stigið til hliðar tímabundið. 13. mars 2019 16:05 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen sagði í dag af sér embætti sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við landsrétt í lok árs 2017. Sigríður vill með afsögn sinni tryggja frið um málaflokkinn og að dómstólarnir verið ekki notaðir í pólitískum tilgangi. „Í því ljósi að þá hef ég ákveðið að stíga til hliðar til þess að skapa vinnufrið næstu vikurnar sem einhverjum spurningum og einhverjum álitaefnum verðir svarað,“ sagði Sigríður á blaðamannafundinum í dag. Með þessum orðum lauk Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra blaðamannafundi sem hún boðaði til með skömmum fyrirvara í dómsmálaráðuneytinu um miðjan dag. Ákvörðunin er tekin eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli þar sem íslenska ríkið var sakfellt fyrir óréttláta málsmeðferð manns fyrir Landrétti í kjölfar skipunar Sigríðar í dóminn. „Nú dómurinn finnur mjög að málsmeðferð alþingis sem hæstiréttur hafði svo sem gert líka en þó með vægari hætti. hafði strax í desember með dómum sínum komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið eðlilegra að greiða atkvæði um hvern og einn dómara fyrir sig en ekki í einu lagi,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki hafa verið í hættu vegna þessa máls.Vísir/Vilhelm Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður segist með ákvörðun sinni að segja af sér vilja skapa frið um málaflokkinn svo að hægt verði að taka ákvarðanir innan dómsmálaráðuneytisins án þess að persóna hennar kynni að trufla þau störf. Hún vill ekki að dómstólarnir verði notaðir í pólitískum tilgangi og að grafið yrði undir trúverðugleika þeirra, sæti hún áfram. Heldur þú áfram á þingi? „Já, að sjálfsögðu. Ég er ekki að hverfa frá pólitík og hef áfram eftir sem áður skoðanir á því hvernig fyrirkomulagið við skipan dómara á að vera,“ sagði Sigríður.Hrikti í ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa máls? „Ekki vegna þessa máls nei. Ég skil það líka alveg vel að mönnum þyki erfitt þegar menn far aí og úr stjórn og mál halda áfram á milli ríkisstjórna,“ sagði Sagríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Sigríður að hún hefði stuðning ríkisstjórnarinnar og að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti.Var þrýstingur á þig frá formanni flokksins eða frá flokkum um að stíga til hliðar? „Alls ekki, alls ekki og ég hef fullan stuðning míns þingflokks,“ sagði Sigríður.En ríkisstjórnarinnar? „Við höfum nú ekki haft ríkisstjórnarfund en ég geng nú út frá því að ég hafi sem ráðherra stuðning ríkisstjórnarinnar annars væri ríkisstjórnin fallin,“ sagði Sigríður.Þú ræddir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í gær. Hvað fór ykkar á milli? „Ég gef það nú ekki upp. Ég ræði við forsætisráðherra á hverjum tíma og það er eðlilegt að ráðherra geri það og aðrir ráðherra líka þannig að ég gef það nú ekki upp en það var nú bara svona fljótlega eftir að dómurinn hvar kveðinn upp bara til þess að ráða ráðum okkar,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen ræðir við fréttamenn að loknum blaðamannafundi í dagVísir/Stöð 2 Standi þetta hefur það ófyrirséðar afleiðingar Frá farandi dómsmálaráðherra á vona á því að íslenska ríkið muni skjóta niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirréttar í Strassborg. „Standi þetta þá hefur þetta ófyrirséðar afleiðingar um alla Evrópu hvað varðar dómsuppkvaðningu í flestum löndum Evrópu,“ sagði Sigríður.Hver úr Sjálfstæðisflokkum tekur við dómsmálaráðuneytinu? „Nú er það ákvörðun formanns og þingflokksins í heild en ég mun óska eftir því að fjármálaráðherra og formaður flokksins muni gegna fyrir mig fram að ríkisráðsfundi þannig að það verði ekkert hökkt hér á ákvörðunum sem þarf að taka í dómsmálaráðuneytinu strax á morgun,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun 13. mars 2019 18:08 Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Sigríður Á. Andersen getur tæknilega ekki stigið til hliðar tímabundið. 13. mars 2019 16:05 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun 13. mars 2019 18:08
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13
Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Sigríður Á. Andersen getur tæknilega ekki stigið til hliðar tímabundið. 13. mars 2019 16:05