56% landsmanna vilja evru; er ekki mál til komið að sinna því!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. mars 2019 07:00 Í október sl. kom fram í Gallup-könnun, að 56% Íslendinga eru hlynnt upptöku evru. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill því loks fá stöðugan og traustan gjaldmiðil, sem við getum reitt okkur á, hvernig sem viðrar í efnahagsmálum, og, umfram allt, tryggir okkur lágmarksvexti, eins og allir aðrir Evrópubúar njóta. Meðan Evrópubúar borga sína íbúð 1,5 sinnum, með vöxtum, eru menn hér að greiða sína íbúð 3-4 sinnum, vegna okurvaxta. Í Bretlandi greiddu 52% þeirra, sem atkvæði greiddu, atkvæði með því, að þjóðin gengi úr ESB. Þar hefur síðan verið talað um „vilja fólksins“, og að fullnægja yrði „vilja fólksins“, af virðingu við lýðræðið, jafnvel þó að í ljós hafi komið, að úrgangan sé hið mesta feigðarflan. Auðvitað er munur á Gallup-könnun og þjóðaratkvæði, en engu að síður finnst mér með ólíkindum, hvernig stjórnmálamenn og Alþingi leiða hjá sér þessa skýru meldingu landsmanna í þessu veigamikla máli. Skilja stjórnmálamenn ekki, að gjaldmiðlamálið er sennilega stærsta einstaka hagsmunamál þjóðarinnar? Aðgerðarleysi stjórnmálamanna og virðingarleysi við skilaboðin, sem Gallup-könnunin sendir, leiddi til þess, að ég fór sjálfur – með hjálp góðra manna – að setja mig inn í gjaldmiðlamálið. Ég átti fund með fjórum háttsettum embættismönnum ESB í Brussel 20. nóvember sl. til að kanna stöðu Íslands hjá ESB, bæði með tilliti til aðildar og upptöku evru. Ég skrifaði svo grein um þessa heimsókn, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 5. desember sl. Í framhaldi af því, bað ég – með góðfúslegri aðstoð sendiherra ESB á Íslandi – um fund með Seðlabanka Evrópu í sama skyni. Fundurinn fór fram 14. janúar sl. Ég hitti 2 yfirhagfræðinga bankans, auk helsta ráðgjafa hans gagnvart nýjum aðildarríkjum og nýjum evru-umsóknaraðilum. Sagði hann, Michel Sturm, sem hann heitir, að Ísland væri frjálst að því að taka einhliða upp evru, án fullrar ESB-aðildar og án samvinnu og samráðs við ESB og Seðlabanka Evrópu, en hann sagðist alls ekki mæla með því. Í fyrsta lagi væri þá enginn stuðningur bankans við Ísland til staðar, ef tímar versnuðu og landið þyrfti á efnahagslegum stuðningi að halda, en fullgildir evru-aðilar nytu slíks stuðnings í ríkum mæli, auk þess, sem slík einhliða upptaka myndi torvelda og flækja endanlega aðildarsamninga Íslands stórlega, ef og þegar til þeirra kæmi. Aðalráðgjafinn mælti eindregið með því, að Ísland myndi fara þá leið, sem sáttmálinn segði til um; ljúka aðildarsamningum, sem hann taldi persónulega að þyrfti ekki að taka mjög langan tíma, ef Íslendingar beittu sér í málinu, og svo fara í evru-upptökuferlið. Eftir að við höfðum farið í gegnum stöðu Íslands með tilliti til skilyrða Maastricht-samningsins, virtist leið í evru greið. Ísland stendur í þessu tilliti mjög vel. Ég lagði þá spurningu fyrir fundinn, hvernig litið væri á ESB-aðildarumsókn Íslands í bankanum. Bankamennirnir kusu að svara því ekki. Sjálfur sagðist ég telja, að aðildarsamningar væru bara í biðstöðu, og að bréf utanríkisráðherra (Gunnars Braga) frá 12.03.15 hefði lögformlega ekki rift samningaumleitunum heldur aðeins sett þær í biðstöðu, þar sem samþykki Alþingis fyrir bréfinu hefði ekki fengizt. Ef þessi túlkun reynist rétt, er auðvitað einfalt og fljótlegt að taka upp samningaþráðinn við ESB að nýju. Niðurstaða mín, hvað tímalengd varðar, eftir þennan fund, er sú sama og eftir fundinn í Brussel; 2 ár til að ljúka samningum og 1 ár til að koma krónunni í ERM2-tengingu (eins og danska krónan hefur). Svo 2 ár til viðbótar til að fá evruna endanlega. Eftir 3 ár væri krónan þannig komin með styrk evru, í gegnum ERM2-mekanismann, sem myndi tryggja stöðugleika, sem við höfum aldrei kynnzt eða búið við. Væntanlega myndu vextir líka lækka snarlega við þetta. Eftir að hafa skoðað þessi mál rækilega, bæði hjá ESB í Brussel og hjá Evrópska seðlabankanum í Frankfurt, vil ég með þessari grein gera mönnum það ljóst, ekki sízt þessum 56% evru-sinna, að eina góða leiðin í evruna er full aðild að ESB, en þegar það er sagt, verður að hafa í huga, að við erum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku okkar í Schengen-samkomulaginu, en alveg án áhrifa. Það vantar því lítið upp á, og snúast lokaspurningarnar um landbúnað og sjávarútveg. Bæði Finnar og Svíar fengu undanþágur í landbúnaðarmálum, vegna „norrænnar legu“, sem við myndum eflaust líka fá, og Malta hélt fullum yfirráðum yfir sínum fiskimiðumvið inngöngu í ESB á grundvelli þeirrar staðreyndar, að þeir hefðu einir stjórnað og stundað veiðar á þessum fiskimiðum í gegnum söguna. Það eru yfirgnæfandi líkur á því, að við gætum samið við ESB með sama hætti. Við fulla inngöngu í ESB fengjum við okkar eigin kommissar í Brussel og 6 þingmenn á Evrópuþingið; Íslendingar gætu loks farið að láta að sér kveða í Evrópumálum og haft áhrif á evrópska lagasetningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í október sl. kom fram í Gallup-könnun, að 56% Íslendinga eru hlynnt upptöku evru. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill því loks fá stöðugan og traustan gjaldmiðil, sem við getum reitt okkur á, hvernig sem viðrar í efnahagsmálum, og, umfram allt, tryggir okkur lágmarksvexti, eins og allir aðrir Evrópubúar njóta. Meðan Evrópubúar borga sína íbúð 1,5 sinnum, með vöxtum, eru menn hér að greiða sína íbúð 3-4 sinnum, vegna okurvaxta. Í Bretlandi greiddu 52% þeirra, sem atkvæði greiddu, atkvæði með því, að þjóðin gengi úr ESB. Þar hefur síðan verið talað um „vilja fólksins“, og að fullnægja yrði „vilja fólksins“, af virðingu við lýðræðið, jafnvel þó að í ljós hafi komið, að úrgangan sé hið mesta feigðarflan. Auðvitað er munur á Gallup-könnun og þjóðaratkvæði, en engu að síður finnst mér með ólíkindum, hvernig stjórnmálamenn og Alþingi leiða hjá sér þessa skýru meldingu landsmanna í þessu veigamikla máli. Skilja stjórnmálamenn ekki, að gjaldmiðlamálið er sennilega stærsta einstaka hagsmunamál þjóðarinnar? Aðgerðarleysi stjórnmálamanna og virðingarleysi við skilaboðin, sem Gallup-könnunin sendir, leiddi til þess, að ég fór sjálfur – með hjálp góðra manna – að setja mig inn í gjaldmiðlamálið. Ég átti fund með fjórum háttsettum embættismönnum ESB í Brussel 20. nóvember sl. til að kanna stöðu Íslands hjá ESB, bæði með tilliti til aðildar og upptöku evru. Ég skrifaði svo grein um þessa heimsókn, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 5. desember sl. Í framhaldi af því, bað ég – með góðfúslegri aðstoð sendiherra ESB á Íslandi – um fund með Seðlabanka Evrópu í sama skyni. Fundurinn fór fram 14. janúar sl. Ég hitti 2 yfirhagfræðinga bankans, auk helsta ráðgjafa hans gagnvart nýjum aðildarríkjum og nýjum evru-umsóknaraðilum. Sagði hann, Michel Sturm, sem hann heitir, að Ísland væri frjálst að því að taka einhliða upp evru, án fullrar ESB-aðildar og án samvinnu og samráðs við ESB og Seðlabanka Evrópu, en hann sagðist alls ekki mæla með því. Í fyrsta lagi væri þá enginn stuðningur bankans við Ísland til staðar, ef tímar versnuðu og landið þyrfti á efnahagslegum stuðningi að halda, en fullgildir evru-aðilar nytu slíks stuðnings í ríkum mæli, auk þess, sem slík einhliða upptaka myndi torvelda og flækja endanlega aðildarsamninga Íslands stórlega, ef og þegar til þeirra kæmi. Aðalráðgjafinn mælti eindregið með því, að Ísland myndi fara þá leið, sem sáttmálinn segði til um; ljúka aðildarsamningum, sem hann taldi persónulega að þyrfti ekki að taka mjög langan tíma, ef Íslendingar beittu sér í málinu, og svo fara í evru-upptökuferlið. Eftir að við höfðum farið í gegnum stöðu Íslands með tilliti til skilyrða Maastricht-samningsins, virtist leið í evru greið. Ísland stendur í þessu tilliti mjög vel. Ég lagði þá spurningu fyrir fundinn, hvernig litið væri á ESB-aðildarumsókn Íslands í bankanum. Bankamennirnir kusu að svara því ekki. Sjálfur sagðist ég telja, að aðildarsamningar væru bara í biðstöðu, og að bréf utanríkisráðherra (Gunnars Braga) frá 12.03.15 hefði lögformlega ekki rift samningaumleitunum heldur aðeins sett þær í biðstöðu, þar sem samþykki Alþingis fyrir bréfinu hefði ekki fengizt. Ef þessi túlkun reynist rétt, er auðvitað einfalt og fljótlegt að taka upp samningaþráðinn við ESB að nýju. Niðurstaða mín, hvað tímalengd varðar, eftir þennan fund, er sú sama og eftir fundinn í Brussel; 2 ár til að ljúka samningum og 1 ár til að koma krónunni í ERM2-tengingu (eins og danska krónan hefur). Svo 2 ár til viðbótar til að fá evruna endanlega. Eftir 3 ár væri krónan þannig komin með styrk evru, í gegnum ERM2-mekanismann, sem myndi tryggja stöðugleika, sem við höfum aldrei kynnzt eða búið við. Væntanlega myndu vextir líka lækka snarlega við þetta. Eftir að hafa skoðað þessi mál rækilega, bæði hjá ESB í Brussel og hjá Evrópska seðlabankanum í Frankfurt, vil ég með þessari grein gera mönnum það ljóst, ekki sízt þessum 56% evru-sinna, að eina góða leiðin í evruna er full aðild að ESB, en þegar það er sagt, verður að hafa í huga, að við erum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku okkar í Schengen-samkomulaginu, en alveg án áhrifa. Það vantar því lítið upp á, og snúast lokaspurningarnar um landbúnað og sjávarútveg. Bæði Finnar og Svíar fengu undanþágur í landbúnaðarmálum, vegna „norrænnar legu“, sem við myndum eflaust líka fá, og Malta hélt fullum yfirráðum yfir sínum fiskimiðumvið inngöngu í ESB á grundvelli þeirrar staðreyndar, að þeir hefðu einir stjórnað og stundað veiðar á þessum fiskimiðum í gegnum söguna. Það eru yfirgnæfandi líkur á því, að við gætum samið við ESB með sama hætti. Við fulla inngöngu í ESB fengjum við okkar eigin kommissar í Brussel og 6 þingmenn á Evrópuþingið; Íslendingar gætu loks farið að láta að sér kveða í Evrópumálum og haft áhrif á evrópska lagasetningu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun