Skellur frá Strassborg Aðalheiður Ámundadóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2019 08:15 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra sýndi gildandi reglum algjört skeytingarleysi við val á dómaraefnum við Landsrétt samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Ofan á brot ráðherra kom svo hin gallaða málsmeðferð á Alþingi og brot á þeirri málsmeðferð sem löggjafinn setti sjálfur upp til að sporna við áhrifum framkvæmdarvaldsins og flokkspólitískum áhrifum á skipan dómsvaldsins. Brot ráðherra við meðferð málsins og alvarlegir gallar á málsmeðferð Alþingis brutu í bága við kjarna þeirrar grunnreglu réttarríkisins að skipan dómstóla sé ákveðin með lögum. Hinir alvarlegu gallar á málsmeðferðinni voru að mati dómsins til þess fallnir að skaða það traust sem dómstólar í lýðræðislegu samfélagi þurfa að njóta meðal almennra borgara. Hæstiréttur er líka gagnrýndur í dóminum fyrir niðurstöðu sína í máli kærandans. Þar sem skipun dómsins var ekki í samræmi við lög hafi brot gegn 6. gr. um réttláta málsmeðferð legið fyrir og því óþarft að leggja mat á hvort kærandinn hafi fengið réttláta málsmeðferð, þrátt fyrir galla á málsmeðferðinni. Það brást hjá Hæstirétti við meðferð málsins að mati MDE. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir kæranda Landsréttarmálsins ekki skaðabætur og lítur svo á að niðurstaða dómsins um brot ríkisins séu fullnægjandi málalyktir fyrir hann. Dómstóllinn leggur það í hendur ríkisins að ákveða, eftir atvikum með eftirliti ráðherranefndarinnar, til hvaða almennu aðgerða verði gripið til að stöðva áframhaldandi brot á 6. gr. Mannréttindasáttmálans í Landsrétti. Í niðurstöðu sinni leggur MDE út af þeirri málsvörn ríkisins að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að kærandinn hafi fengið réttláta málsmeðferð þrátt fyrir galla á málsmeðferð við skipun eins dómara í máli hans. MDE hafnar þeirri málsvörn í fimm liðum. 1. Dómur Hæstaréttar fjallaði um það hvort skipun dómarans væri ógild frá upphafi eða hvort dómar hennar væru dauður bókstafur þar sem skipun hennar stóðst ekki lög. Álitaefnið, samkvæmt ákvæði sáttmálans, væri hins vegar hvort skipun dómarans hefði falið í sér svo svívirðilegt brot ráðherra og Alþingis á lögum um dómstóla og gildandi reglum MSE að málsmeðferð í þessu tiltekna sakamáli gæti talist óréttlát af þeirri ástæðu einni að dómarinn sæti í dóminum. 2. Að skipa ekki dómara við dómstól í samræmi við landslög, eins og áskilið er í 6. gr. MSE, felur eitt og sér í sér brot á ákvæðinu um réttláta málsmeðferð. Það er niðurstöðu málsins óviðkomandi hvort brotin höfðu raunverulega áhrif á málsmeðferðina sem kærandi fékk fyrir Landsrétti. 3. Með því að hafa tekið fjögur dómaraefni af lista hæfnisnefndarinnar og sett önnur dómaraefni inn í staðinn án þess að leggja sjálfstætt mat á eða afla frekari gagna um dómarareynslu þeirra sem fjarlægð voru, varð ráðherra brotlegur við þær reglur sem um skipunina áttu að gilda. Brot ráðherrans höfðu að mati dómsins grundvallaráhrif á allt skipunarferlið og á valið á þeim dómurum sem skipaðir voru til setu í hinu nýja millidómstigi. 4. Niðurstaða Hæstaréttar um miskabætur til tveggja umsækjenda byggðist á því að ráðherra hafði ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga um reynslu þeirra fjögurra umsækjenda sem færðust neðar á listann til samanburðar við þá fimmtán efstu sem voru á lista ráðherra, þrátt fyrir að hafa fengið ráðgjöf sérfræðinga um nauðsyn slíkrar rannsóknar. Dómurinn dregur þá ályktun að brot ráðherra leiði ekki eingöngu til þess að málsmeðferðin sé gölluð í heild, heldur hafi ráðherra einnig sýnt reglunum sem virða bar algert skeytingarleysi. 5. Þeim málsmeðferðarreglum sem settar voru um aðkomu Alþingis að skipun dómara á hinu nýja millidómsstigi, var sérstaklega ætlað að takmarka aðkomu framkvæmdarvaldsins að skipun dómara við hinn nýja dóm. Löggjafinn hafði ákveðið að þegar skipað yrði í dóminn í fyrsta skipti skyldi Alþingi veitt sérstakt hlutverk. Hæstiréttur túlkaði löggjöfina þannig að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvert og eitt hinna fimmtán dómaraefna en ekki eingöngu um listann í heild. MDE segir þá málsmeðferð sem kveðið er á um í reglunum hafa verið ætlaða til þess að lágmarka hættu á því að flokkshagsmunir hefðu ótilhlýðileg áhrif á málsmeðferð við mat á umsækjendum og að lokum staðfestingu af hálfu þingsins. Alþingi hefði brotið eigin löggjöf með því að greiða ekki atkvæði um hvert og eitt dómaraefnanna. Þetta hafi einnig falið í sér alvarlegan ágalla á málsmeðferðinni, með tilheyrandi skaða fyrir trúverðugleika alls ferilsins. Niðurstaða dómsins er sú að ferlið við skipunina hafi í heild sinni brotið í bága við kjarna þeirrar grundvallarreglu réttarríkisins að skipan dómstóla sé ákveðin með lögum, og hafi auk þess verið til þess fallið að skaða það traust sem dómstólar í lýðræðislegu samfélagi þurfa að njóta meðal borgaranna. Að mati dómsins myndi önnur niðurstaða jafngilda því að ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð veitti enga eða innihaldslausa vernd. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Dómsmálaráðherra sýndi gildandi reglum algjört skeytingarleysi við val á dómaraefnum við Landsrétt samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Ofan á brot ráðherra kom svo hin gallaða málsmeðferð á Alþingi og brot á þeirri málsmeðferð sem löggjafinn setti sjálfur upp til að sporna við áhrifum framkvæmdarvaldsins og flokkspólitískum áhrifum á skipan dómsvaldsins. Brot ráðherra við meðferð málsins og alvarlegir gallar á málsmeðferð Alþingis brutu í bága við kjarna þeirrar grunnreglu réttarríkisins að skipan dómstóla sé ákveðin með lögum. Hinir alvarlegu gallar á málsmeðferðinni voru að mati dómsins til þess fallnir að skaða það traust sem dómstólar í lýðræðislegu samfélagi þurfa að njóta meðal almennra borgara. Hæstiréttur er líka gagnrýndur í dóminum fyrir niðurstöðu sína í máli kærandans. Þar sem skipun dómsins var ekki í samræmi við lög hafi brot gegn 6. gr. um réttláta málsmeðferð legið fyrir og því óþarft að leggja mat á hvort kærandinn hafi fengið réttláta málsmeðferð, þrátt fyrir galla á málsmeðferðinni. Það brást hjá Hæstirétti við meðferð málsins að mati MDE. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir kæranda Landsréttarmálsins ekki skaðabætur og lítur svo á að niðurstaða dómsins um brot ríkisins séu fullnægjandi málalyktir fyrir hann. Dómstóllinn leggur það í hendur ríkisins að ákveða, eftir atvikum með eftirliti ráðherranefndarinnar, til hvaða almennu aðgerða verði gripið til að stöðva áframhaldandi brot á 6. gr. Mannréttindasáttmálans í Landsrétti. Í niðurstöðu sinni leggur MDE út af þeirri málsvörn ríkisins að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að kærandinn hafi fengið réttláta málsmeðferð þrátt fyrir galla á málsmeðferð við skipun eins dómara í máli hans. MDE hafnar þeirri málsvörn í fimm liðum. 1. Dómur Hæstaréttar fjallaði um það hvort skipun dómarans væri ógild frá upphafi eða hvort dómar hennar væru dauður bókstafur þar sem skipun hennar stóðst ekki lög. Álitaefnið, samkvæmt ákvæði sáttmálans, væri hins vegar hvort skipun dómarans hefði falið í sér svo svívirðilegt brot ráðherra og Alþingis á lögum um dómstóla og gildandi reglum MSE að málsmeðferð í þessu tiltekna sakamáli gæti talist óréttlát af þeirri ástæðu einni að dómarinn sæti í dóminum. 2. Að skipa ekki dómara við dómstól í samræmi við landslög, eins og áskilið er í 6. gr. MSE, felur eitt og sér í sér brot á ákvæðinu um réttláta málsmeðferð. Það er niðurstöðu málsins óviðkomandi hvort brotin höfðu raunverulega áhrif á málsmeðferðina sem kærandi fékk fyrir Landsrétti. 3. Með því að hafa tekið fjögur dómaraefni af lista hæfnisnefndarinnar og sett önnur dómaraefni inn í staðinn án þess að leggja sjálfstætt mat á eða afla frekari gagna um dómarareynslu þeirra sem fjarlægð voru, varð ráðherra brotlegur við þær reglur sem um skipunina áttu að gilda. Brot ráðherrans höfðu að mati dómsins grundvallaráhrif á allt skipunarferlið og á valið á þeim dómurum sem skipaðir voru til setu í hinu nýja millidómstigi. 4. Niðurstaða Hæstaréttar um miskabætur til tveggja umsækjenda byggðist á því að ráðherra hafði ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga um reynslu þeirra fjögurra umsækjenda sem færðust neðar á listann til samanburðar við þá fimmtán efstu sem voru á lista ráðherra, þrátt fyrir að hafa fengið ráðgjöf sérfræðinga um nauðsyn slíkrar rannsóknar. Dómurinn dregur þá ályktun að brot ráðherra leiði ekki eingöngu til þess að málsmeðferðin sé gölluð í heild, heldur hafi ráðherra einnig sýnt reglunum sem virða bar algert skeytingarleysi. 5. Þeim málsmeðferðarreglum sem settar voru um aðkomu Alþingis að skipun dómara á hinu nýja millidómsstigi, var sérstaklega ætlað að takmarka aðkomu framkvæmdarvaldsins að skipun dómara við hinn nýja dóm. Löggjafinn hafði ákveðið að þegar skipað yrði í dóminn í fyrsta skipti skyldi Alþingi veitt sérstakt hlutverk. Hæstiréttur túlkaði löggjöfina þannig að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvert og eitt hinna fimmtán dómaraefna en ekki eingöngu um listann í heild. MDE segir þá málsmeðferð sem kveðið er á um í reglunum hafa verið ætlaða til þess að lágmarka hættu á því að flokkshagsmunir hefðu ótilhlýðileg áhrif á málsmeðferð við mat á umsækjendum og að lokum staðfestingu af hálfu þingsins. Alþingi hefði brotið eigin löggjöf með því að greiða ekki atkvæði um hvert og eitt dómaraefnanna. Þetta hafi einnig falið í sér alvarlegan ágalla á málsmeðferðinni, með tilheyrandi skaða fyrir trúverðugleika alls ferilsins. Niðurstaða dómsins er sú að ferlið við skipunina hafi í heild sinni brotið í bága við kjarna þeirrar grundvallarreglu réttarríkisins að skipan dómstóla sé ákveðin með lögum, og hafi auk þess verið til þess fallið að skaða það traust sem dómstólar í lýðræðislegu samfélagi þurfa að njóta meðal borgaranna. Að mati dómsins myndi önnur niðurstaða jafngilda því að ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð veitti enga eða innihaldslausa vernd.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18