Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2019 21:30 Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira
Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30