Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 13:48 Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sínar skömmu eftir slysið í Eþíópíu fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15