Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 09:33 Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Vídir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“ Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“
Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49