Telur rekstraraðila hafa sýnt ákveðið ábyrgðarleysi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:59 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir rekstaraðila ferðaþjónustunnar með vafasaman túlkun á vinnulöggjöfinni. vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41
Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00