Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2019 22:45 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, með fjallið fræga í bakgrunni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsþættina Game of Thrones er það á góðri leið með að verða eitt frægasta fjall Íslands. Þarna er orðinn til einn heitasti ferðamannastaður Snæfellsness, ef ekki landsins, og bílastæði við Kirkjufellsfoss er sprungið. Vetrarríki hindrar ekki ferðamenn að vilja sjá staðinn.Í þáttunum Game of Thrones er það kallað fjallið sem er eins og örvaroddur. Bílastæðið sést neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er svona sjálfsprottinn áfangastaður. Þetta gerist þannig að þetta dásamlega fagra fjall, Kirkjufell, það verður bara frægt. Þetta verður svona „instagram“ undur. Allir verða að koma,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Og þegar bílastæðið dugar ekki leggja ferðamenn bara í vegkantinum meðfram þjóðveginum. Þarna eru ferðamenn á vappi á veginum á sama tíma og bílar, rútur og trukkar og meðan bæjarstjórinn er í viðtali við Stöð 2 blússar flutningabíll framhjá. Við skynjum að þarna er slysahætta. „Hér er bara hættulegt. Það er bara þannig,“ segir Björg.Kirkjufell séð úr lofti með byggðina í Grundarfirði í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt hefur átroðningur á landi stóraukist með tilheyrandi skemmdum. En það er ekki einfalt að bæta úr því landið er í einkaeigu. „Landeigendur eru alls ekkert í ferðaþjónustu en fá þetta verkefni bara í fangið,“ segir Björg. Þá verði flókið samspil milli landeigenda og þeirra hagsmuna, viðkomandi sveitarfélags og svo ríkisins í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. En núna stendur til að bæta úr. Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt og stærra bílastæði á öðrum stað vestar. Jafnframt verða gerðir stígar og pallar við fossinn. Fjallið og kirkjan í Grundarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og hér vantar greinilega fleira en bara bílastæði. Við verðum vitni að því að ferðamaður kastar af sér vatni í vegkantinum. -Hvað segir bæjarstjórinn við þessu? „Ég segi pass. En er þetta ekki bara það sem við höfum gert í áraraðir, - að míga upp í vindinn, eins og maðurinn sagði.“ Fjallað verður nánar um það hvaða áhrif þessi frægð Kirkjufells er að hafa á Grundarfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Game of Thrones Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Landeigendur segja ríkisstjórn efna til átaka um umráð lands Ríkisstjórnin efnir til átaka við bændur og landeigendur með lagafrumvörpum sem færa umráð yfir landi til ríkisstofnana. Þetta kom fram á málþingi samtaka landeigenda í dag. 14. mars 2019 20:30 Tveir í basli á Kirkjufelli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið tvo menn sem leituðu hjálpar þegar þeir voru í göngu á Kirkjufelli í Grundarfirði í dag. 17. desember 2018 16:33 Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Kirkjufelli Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði var kölluð út um sjö til að sækja manninn. 13. október 2014 20:19 Lést við fallið í Kirkjufelli Erlend ferðakona sem féll um fimmtíu metra í Kirkjufelli á Snæfellsnesi í dag er látin. Ríkisútvarpið (RÚV) greindi frá þessu nú í kvöld. 7. júlí 2017 23:34 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Kallaðar út vegna slasaðs göngumanns á Kirkjufelli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna slasaðs göngumanns á Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi. 3. október 2018 18:11 Banaslys í Kirkjufelli Björgunarsveitarmenn eru að aðstoða við flutning hins látna af fjallinu og lögreglan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins. 18. september 2018 14:34 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsþættina Game of Thrones er það á góðri leið með að verða eitt frægasta fjall Íslands. Þarna er orðinn til einn heitasti ferðamannastaður Snæfellsness, ef ekki landsins, og bílastæði við Kirkjufellsfoss er sprungið. Vetrarríki hindrar ekki ferðamenn að vilja sjá staðinn.Í þáttunum Game of Thrones er það kallað fjallið sem er eins og örvaroddur. Bílastæðið sést neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er svona sjálfsprottinn áfangastaður. Þetta gerist þannig að þetta dásamlega fagra fjall, Kirkjufell, það verður bara frægt. Þetta verður svona „instagram“ undur. Allir verða að koma,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Og þegar bílastæðið dugar ekki leggja ferðamenn bara í vegkantinum meðfram þjóðveginum. Þarna eru ferðamenn á vappi á veginum á sama tíma og bílar, rútur og trukkar og meðan bæjarstjórinn er í viðtali við Stöð 2 blússar flutningabíll framhjá. Við skynjum að þarna er slysahætta. „Hér er bara hættulegt. Það er bara þannig,“ segir Björg.Kirkjufell séð úr lofti með byggðina í Grundarfirði í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt hefur átroðningur á landi stóraukist með tilheyrandi skemmdum. En það er ekki einfalt að bæta úr því landið er í einkaeigu. „Landeigendur eru alls ekkert í ferðaþjónustu en fá þetta verkefni bara í fangið,“ segir Björg. Þá verði flókið samspil milli landeigenda og þeirra hagsmuna, viðkomandi sveitarfélags og svo ríkisins í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. En núna stendur til að bæta úr. Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt og stærra bílastæði á öðrum stað vestar. Jafnframt verða gerðir stígar og pallar við fossinn. Fjallið og kirkjan í Grundarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og hér vantar greinilega fleira en bara bílastæði. Við verðum vitni að því að ferðamaður kastar af sér vatni í vegkantinum. -Hvað segir bæjarstjórinn við þessu? „Ég segi pass. En er þetta ekki bara það sem við höfum gert í áraraðir, - að míga upp í vindinn, eins og maðurinn sagði.“ Fjallað verður nánar um það hvaða áhrif þessi frægð Kirkjufells er að hafa á Grundarfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Game of Thrones Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Landeigendur segja ríkisstjórn efna til átaka um umráð lands Ríkisstjórnin efnir til átaka við bændur og landeigendur með lagafrumvörpum sem færa umráð yfir landi til ríkisstofnana. Þetta kom fram á málþingi samtaka landeigenda í dag. 14. mars 2019 20:30 Tveir í basli á Kirkjufelli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið tvo menn sem leituðu hjálpar þegar þeir voru í göngu á Kirkjufelli í Grundarfirði í dag. 17. desember 2018 16:33 Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Kirkjufelli Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði var kölluð út um sjö til að sækja manninn. 13. október 2014 20:19 Lést við fallið í Kirkjufelli Erlend ferðakona sem féll um fimmtíu metra í Kirkjufelli á Snæfellsnesi í dag er látin. Ríkisútvarpið (RÚV) greindi frá þessu nú í kvöld. 7. júlí 2017 23:34 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Kallaðar út vegna slasaðs göngumanns á Kirkjufelli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna slasaðs göngumanns á Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi. 3. október 2018 18:11 Banaslys í Kirkjufelli Björgunarsveitarmenn eru að aðstoða við flutning hins látna af fjallinu og lögreglan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins. 18. september 2018 14:34 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Landeigendur segja ríkisstjórn efna til átaka um umráð lands Ríkisstjórnin efnir til átaka við bændur og landeigendur með lagafrumvörpum sem færa umráð yfir landi til ríkisstofnana. Þetta kom fram á málþingi samtaka landeigenda í dag. 14. mars 2019 20:30
Tveir í basli á Kirkjufelli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið tvo menn sem leituðu hjálpar þegar þeir voru í göngu á Kirkjufelli í Grundarfirði í dag. 17. desember 2018 16:33
Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Kirkjufelli Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði var kölluð út um sjö til að sækja manninn. 13. október 2014 20:19
Lést við fallið í Kirkjufelli Erlend ferðakona sem féll um fimmtíu metra í Kirkjufelli á Snæfellsnesi í dag er látin. Ríkisútvarpið (RÚV) greindi frá þessu nú í kvöld. 7. júlí 2017 23:34
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30
Kallaðar út vegna slasaðs göngumanns á Kirkjufelli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna slasaðs göngumanns á Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi. 3. október 2018 18:11
Banaslys í Kirkjufelli Björgunarsveitarmenn eru að aðstoða við flutning hins látna af fjallinu og lögreglan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins. 18. september 2018 14:34