Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 13:29 Fjármálaráðherra kynnti áætlunina í dag. Vísir/Arnar Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag.Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlunina á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 endurspegli „sterka stöðu og festu í stjórn opinberra fjármála í hægari takti hagkerfisins.“Meðal annars er gert ráð fyrir að fæðingarorlof lengist í 12 mánuði á árunum 2020 og 2021 en kostnaður af þeirri aðgerð nemur 900 milljónum króna árið 2020, 2,7 milljarða króna 2021 og 3,8 milljarða króna frá og með árinu 2022. Gert er ráð fyrir að stofnframlag til almennra íbúða hækki um 2,1 milljarða króna frá og með árinu 2020 til ársins 2022. Þá er gert ráð fyrir að komið verði á fót Þjóðarsjóði á árunum sem áætlunin nær til en nánar má lesa um áætlunina á vef ráðuneytisins.„Í kjölfar samfellds hagvaxtarskeiðs undanfarinna ára er fjárhagsleg staða ríkissjóðs sterk. Hefur ríkissjóður verið rekinn með afgangi undanfarin ár og er gert ráð fyrir áframhaldandi afgangi af rekstri ríkissjóðs á árunum 2020–2024 um 0,8-1% af VLF á hverju ári.Mikill árangur í lækkun skulda hins opinbera og einkageirans, auk efnahagslegra breytinga, hefur gefið þjóðarbúinu aukinn viðnámsþrótt komi til ytri áfalla. Heildarskuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt á undanförnum árum, frá því þær náðu hámarki í 1.501 ma.kr. árið 2012, en reiknað er með að þær nemi rúmlega 830 ma.kr. í lok árs 2019,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.Klippa: Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun 2020-2024 Alþingi Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag.Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlunina á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 endurspegli „sterka stöðu og festu í stjórn opinberra fjármála í hægari takti hagkerfisins.“Meðal annars er gert ráð fyrir að fæðingarorlof lengist í 12 mánuði á árunum 2020 og 2021 en kostnaður af þeirri aðgerð nemur 900 milljónum króna árið 2020, 2,7 milljarða króna 2021 og 3,8 milljarða króna frá og með árinu 2022. Gert er ráð fyrir að stofnframlag til almennra íbúða hækki um 2,1 milljarða króna frá og með árinu 2020 til ársins 2022. Þá er gert ráð fyrir að komið verði á fót Þjóðarsjóði á árunum sem áætlunin nær til en nánar má lesa um áætlunina á vef ráðuneytisins.„Í kjölfar samfellds hagvaxtarskeiðs undanfarinna ára er fjárhagsleg staða ríkissjóðs sterk. Hefur ríkissjóður verið rekinn með afgangi undanfarin ár og er gert ráð fyrir áframhaldandi afgangi af rekstri ríkissjóðs á árunum 2020–2024 um 0,8-1% af VLF á hverju ári.Mikill árangur í lækkun skulda hins opinbera og einkageirans, auk efnahagslegra breytinga, hefur gefið þjóðarbúinu aukinn viðnámsþrótt komi til ytri áfalla. Heildarskuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt á undanförnum árum, frá því þær náðu hámarki í 1.501 ma.kr. árið 2012, en reiknað er með að þær nemi rúmlega 830 ma.kr. í lok árs 2019,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.Klippa: Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun 2020-2024
Alþingi Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira