Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag en fylgst var með herlegheitunum í beinni á Vísi.
Íbúar á Akranesi tóku þátt í íbúakosningu um framtíð skorsteinsins og vildu þar 94% Skagamanna skorsteininn í burt en byggðar verða um 2000 íbúðir á Sementsverksmiðjureitnum.
Fella átti skorsteininn klukkan 12:15 en töluverð töf varð þó á framkvæmdinni, fyrst um sinn vegna veðurs. Skorsteinninn átti að fara niður í tveimur hlutum, þegar loks var sprengt féll efri hluti strompsins á víra sem tengdust sprengjuhleðslunni sem ætlað var að fella neðri hlutann. Seinkunin af þeim völdum var um klukkustund.
Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, var staddur á Akranesi í dag og náði myndum og myndbandi af atburðinum, sjá má myndir frá niðurrifinu hér en myndbandið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Myndband frá falli skorsteinsins
Tengdar fréttir

Myndasyrpa af falli strompsins
„Æðsti“ strompur Akraness var felldur í dag.

Strompurinn felldur í beinni útsendingu
Fella á skorstein Sementsverksmiðjunnar á Akranesi klukkan 13:30 í dag en sýnt verður frá því í beinni útsendingu.

Svig kom á efri hluta strompsins sem veldur seinkun
Féll á víra sem tengdir voru neðri sprengjuhleðslunni.