Breiðablik vann hádramatískan sigur á KR í Frostaskjóli í Domino's deild kvenna í kvöld.
Ivory Crawford skoraði sigurstigið úr vítakasti þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Breiðabliki 87-86 sigur.
KR var betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi 55-37 í hálfleik. Þriðji leikhluti var hins vegar afleitur hjá KR sem skoraði bara 9 stig á meðan Blikar settu 33 og var með sex stiga forskot fyrir fjórða leikhlutann.
Orla O'Reilly jafnaði leikinn fyrir KR þegar fjórar sekúndur voru eftir, KR-ingar brutu svo á Crawford og sendu hana á vítalínuna þar sem hún tryggði Blikum sigur.
Þetta tap getur reynst rándýrt fyrir KR sem er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni á meðan Breiðablik situr á botni deildarinnar.
Snæfell vann átta stiga sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Snæfell sem jafnar þar með KR að stigum í fjórða sæti deildarinnar.
Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig en Snæfell vann 71-63 sigur. Skallagrímur leiddi eftir fyrsta leikhlutan en Snæfell var yfir í hálfleik 34-39.
Breiðablik vann dramatískan sigur á KR
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
