Leiknismenn segja KSÍ hafa lagt blessun sína yfir fordóma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 12:58 Þórarinn Ingi Valdimarsson slapp með skrekkinn og Leiknismönnum er ekki skemmt. vísir/bára Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43