Kall tímans Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Borgarlína er kall tímans. Einkabíllinn er ekki ferðamáti fólks í borgum nútímans. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Það stefnir í óefni. En mikil einföldun er að tala um borgarlínu sem lýtalausa töfralausn. Gagnrýnin er að sama skapi iðulega í upphrópanastíl. Fáir feta meðalveginn og sýna sanngirni og hófsemd í umræðunni. Rétttrúnaður er leiðindaávani stjórnmálamanna þegar rætt er um samgöngur. Hluti Sjálfstæðisfólks vill slá skjaldborg um einkabílinn og lokar augum fyrir mengun bílaumferðar. Samfylkingin má ekki heyra minnst á gatnamót sem geta aukið öryggi vegfarenda án þess að rísa upp á afturlappirnar. Í náinni framtíð verða breytingar á samgöngumynstri. Deilibílar munu ryðja sér til rúms, notkun rafhjóla aukast, orkuskipti verða í samgöngum og frelsi á leigubílamarkaði gæti orðið að veruleika. Þetta gerbreytir myndinni. Samfélagsgerðin breytist og hefur víðtæk áhrif. Fólk mun í ríkari mæli stunda vinnu að heiman. Umræða um styttingu vinnuviku er fyrirferðarmikil. Styttri vinnuvika gefur svigrúm til að dreifa vinnutímanum, svo að við verðum ekki öll á ferðinni á sama tíma. Slíkt gæti haft mikil áhrif á þarfirnar sem borgarlína þarf að mæta. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það er nauðsynlegt. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Því fylgir svifryk og sóun á tíma fólks. Því fylgir aftur aukið hreyfingarleysi og færri samverustundir með vinum og fjölskyldu. Rekstur bíls er dýr. Um er að ræða veigamikinn þátt í heimilisbókhaldinu. Svo mætti áfram telja. Þróun hverfa í borginni skiptir höfuðmáli í þessu samhengi. Hvergi eru fleiri fótgangandi en í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er öll nærþjónusta í göngufæri. Bakarí, verslanir, kaffihús og sundlaug. Hið sama er að gerast í Laugardalnum og víðar. Góð þjónusta nærri heimilum fólks dregur úr umferð. Borgarlínan er einfaldlega þess eðlis að það þarf að líta til margra átta. Um hana þurfa borgarbúar að eiga lifandi samtal. Svo er borgarlína dýr og fjármögnun óljós þótt ríkið boði þátttöku – hver er verðmiðinn? Sérstaklega er þetta mikilvægt í ljósi atburða liðinna mánaða sem vekja upp hughrif um óstjórn í fjármálum borgarinnar. Til er hópur fólks sem vill ekki almenningssamgöngur. En flestir vilja hafa úr kostum að velja. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa svo um hnútana að kostirnir verði fólki ljósir. Þá mun bílum fækka. Nú þarf að fullmóta hugmyndina, kynna kostina án þess að draga fjöður yfir gallana. Þannig fá stjórnmálamennirnir fólkið með sér. Óskað er eftir yfirvegaðri umræðu um málið. Helst áður en ætt er af stað í miklar og dýrar framkvæmdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlína er kall tímans. Einkabíllinn er ekki ferðamáti fólks í borgum nútímans. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Það stefnir í óefni. En mikil einföldun er að tala um borgarlínu sem lýtalausa töfralausn. Gagnrýnin er að sama skapi iðulega í upphrópanastíl. Fáir feta meðalveginn og sýna sanngirni og hófsemd í umræðunni. Rétttrúnaður er leiðindaávani stjórnmálamanna þegar rætt er um samgöngur. Hluti Sjálfstæðisfólks vill slá skjaldborg um einkabílinn og lokar augum fyrir mengun bílaumferðar. Samfylkingin má ekki heyra minnst á gatnamót sem geta aukið öryggi vegfarenda án þess að rísa upp á afturlappirnar. Í náinni framtíð verða breytingar á samgöngumynstri. Deilibílar munu ryðja sér til rúms, notkun rafhjóla aukast, orkuskipti verða í samgöngum og frelsi á leigubílamarkaði gæti orðið að veruleika. Þetta gerbreytir myndinni. Samfélagsgerðin breytist og hefur víðtæk áhrif. Fólk mun í ríkari mæli stunda vinnu að heiman. Umræða um styttingu vinnuviku er fyrirferðarmikil. Styttri vinnuvika gefur svigrúm til að dreifa vinnutímanum, svo að við verðum ekki öll á ferðinni á sama tíma. Slíkt gæti haft mikil áhrif á þarfirnar sem borgarlína þarf að mæta. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það er nauðsynlegt. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Því fylgir svifryk og sóun á tíma fólks. Því fylgir aftur aukið hreyfingarleysi og færri samverustundir með vinum og fjölskyldu. Rekstur bíls er dýr. Um er að ræða veigamikinn þátt í heimilisbókhaldinu. Svo mætti áfram telja. Þróun hverfa í borginni skiptir höfuðmáli í þessu samhengi. Hvergi eru fleiri fótgangandi en í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er öll nærþjónusta í göngufæri. Bakarí, verslanir, kaffihús og sundlaug. Hið sama er að gerast í Laugardalnum og víðar. Góð þjónusta nærri heimilum fólks dregur úr umferð. Borgarlínan er einfaldlega þess eðlis að það þarf að líta til margra átta. Um hana þurfa borgarbúar að eiga lifandi samtal. Svo er borgarlína dýr og fjármögnun óljós þótt ríkið boði þátttöku – hver er verðmiðinn? Sérstaklega er þetta mikilvægt í ljósi atburða liðinna mánaða sem vekja upp hughrif um óstjórn í fjármálum borgarinnar. Til er hópur fólks sem vill ekki almenningssamgöngur. En flestir vilja hafa úr kostum að velja. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa svo um hnútana að kostirnir verði fólki ljósir. Þá mun bílum fækka. Nú þarf að fullmóta hugmyndina, kynna kostina án þess að draga fjöður yfir gallana. Þannig fá stjórnmálamennirnir fólkið með sér. Óskað er eftir yfirvegaðri umræðu um málið. Helst áður en ætt er af stað í miklar og dýrar framkvæmdir.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun