Fyrsta konan sem verður forseti Slóvakíu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 08:23 Caputova gerði baráttuna gegn spillingu að helsta kosningamáli sínu. Vísir/EPA Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár. Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár.
Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00