Býður ferðamönnum að sjá Kirkjufell í kajakróðri Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2019 21:45 Garðar Hafsteinsson, kajakleiðsögumaður og framkvæmdastjóri Vestur Adventures. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45