Jürgen Klopp vildi ekki mæta Porto í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:00 Jürgen Klopp í leik á móti Porto í Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Simon Stacpoole Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira