
Leonardo
Ógerningur er að tíunda afrek Leonardos, svo sómi sé að að minnsta kosti, í stuttum texta sem þessum og að líkindum er það óþarfi, enda þekkjum við flest helstu verk hans og afrek; ótrúlega tæknilega getu hans og óþreytandi sköpunargleði.
En ef það er eitthvað eitt sem ber að undirstrika um ævi Leonardos þá er það einstök, og jafnframt nokkuð framandi, sýn hans á lífið. Öfugt við það sem þekkjum í dag, á tímum sérhæfni og aðgreiningar, þá virðist Leonardo hafa leitað að samræmi, eða samheldni, þeirra þátta sem við fyrstu sýn virðast óskyldir.
Þannig kaus Leonardo að einblína á það hvernig vísindi og list bæta hvort annað og mynda þannig eina heild innan hinnar mannlegu reynslu. Þetta merkilega lífsviðhorf er að finna víða í verkum hans og á hinum ýmsu sviðum sem hann lagði fyrir sig, eins og fósturfræði, arkitektúr, verkfræði, læknisfræði og auðvitað í fögrum listum endurreisnartímabilsins.
Frægasta dæmið um þessa nálgun er vafalaust vitrúvíski maðurinn þar sem Leonardo freistaði þess að sýna hlutföll mannslíkans í samhengi við grunnform byggingarlistarinnar.
„Vitrúvíski maður Leonardos er holdgervingur þess augnabliks þegar list og vísindi sameinast og veita með því manneskjunni tækifæri til að leita svara við tímalausum spurningum um það hver við erum og hvert hlutskipti okkar er í stórbrotinni skipan alheimsins,“ ritaði Walter Isaacson í ævisögu Leonardos.
Nú sem aldrei fyrr, á tímum stafrænnar byltingar og sameiningar ólíkra fræðasviða, er þörf fyrir þá sem horfa á lífið með augum Leonardos. Fyrir þá sem kjósa að horfa á tækifæri sem leynast handan tilbúinna veggja fræðasviða og kenningakerfa.
Þar með er ekki sagt að hver og einn þurfi að gerast fjölfræðingur, eða vera haldinn nær sjúklegri forvitni eins og Leonardo blessaður var. Í raun var hann sjálfur mikill talsmaður letingja og trassara. Stóra áskorunin í visku Leonardos er að sjá heiminn ekki sem summu ólíkra og aðskilinna þátta, heldur sem eina heild.
Svo gripið sé aftur niður í orð Walters Isaacson um vitrúvíska manninn: „Myndin táknar þá hugsjón mannhyggjunnar sem hampar reisn, gildi og röklegri getu mannskepnunnar sem einstaklings. Inni í ferningnum og hringnum sjáum við innsta kjarna Leonardos, og okkar, þar sem hann stendur nakinn á krossgötum hins jarðneska og hins kosmíska.“
Skoðun

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar