Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 13:11 Flosi segir vinnustöðum standa ýmsar leiðir í boði til að stytta vinnuvikuna hjá sér. Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann. Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann.
Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira