Ótrúleg tilviljun réði því að upp komst um tilraun tölvuþrjóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 14:32 Háskólinn á Akureyri. f Frettablaðið/Pjetur Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira