Ryð á Costco-fílnum og gíraffanum: Ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2019 11:24 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk Costco-fílinn að gjöf sumarið 2017. Aðeins er farið að falla á fílinn. Vísir/Atli Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll. Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll.
Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30
Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“