Nafni verslana Toys R‘ Us á Íslandi verður breytt í Kids Coolshop í næstu viku. Í tilkynningu frá aðstandendum Toys R‘ Us hér á landi segir að lokadagur Toys R' Us verði 24. apríl og opni verslanirnar undir merkjum Kids Coolshop daginn eftir.
Top Toy, móðurfélag Toys R´ Us, var úrskurðað gjaldþrota í desember síðastliðinn, en síðustu ár starfrækti fyrirtækið þrjár verslanir á Íslandi – á Smáratorgi, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri.
Kids Coolshop er dönsk netverslun með leikföng sem hefur að á síðustu mánuðum tekið yfir rekstur leikfangaverslana. Fyrirtækið tekur yfir reksturinn af Top Toy, dönsku móðurfyrirtæki Toys R´Us á Íslandi, sem fór á hausinn í lok síðasta árs.
Verslanir Toys R' Us á Íslandi heyra brátt sögunni til

Tengdar fréttir

Toys R´ Us verður Kids Coolshop
Dönsk netverslun tekur yfir rekstur Toys R´ Us á Íslandi.

Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota
Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu.