DV bauð flokkunum kostaða umfjöllun um orkupakkann Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2019 14:23 Þetta kostaboð sem auglýsingadeild DV bauð framkvæmdastjórum flokkanna var ekki borið undir ritstjórnina. visir/vilhelm Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí. Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí.
Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira