Yfirheyrslurnar eru liður í rannsókn á eldsupptökum sem saksóknari í París gerir ráð fyrir að verði „langdregin og flókin“.
Mörg hundruð milljónir evra er heitið til uppbyggingar kirkjunnar sem stórskemmdist í eldsvoðanum á mánudag. Stjórnvöld íhuga að setja á fót sérstaka skrifstofu til að taka á móti fjárframlögum. Fjársterkir aðilar á bakvið ýmis tískumerki á borð við L‘Oreal, Chanel, Dior, Gucci og Yves Saint Lauren hyggjast verja gífurlegum fjárhæðum í verkefnið.
Vill að verkinu ljúki innan fimm ára
Þegar Frakkar hafa lokið við að endurreisa Notre Dame á hún að verða jafnvel glæsilegri en hún var fyrir eldsvoðann. Þetta segir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sem vill helst að verkinu ljúki innan fimm ára en Ólympíuleikarnir í París hefjast sumarið 2024.