Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. fréttablaðið/anton brink Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leiddur út úr ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í járnum í gær. Þar hefur hann dvalið og verið með pólitískt hæli frá árinu 2012. Upphaflega til þess að forðast framsal til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamála sem síðar voru látin niður falla. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, sagði í ávarpi að ákvörðun hefði verið tekin um að svipta hann hæli sínu eftir ítrekuð brot. Framtíð Assange er óráðin en Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal hans. Þeir saka Assange um samráð við Chelsea Manning sem hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum leynilegum, bandarískum gagnagrunnum. Forveri Moreno, Rafael Correa, brást illa við ákvörðuninni. Sagði að Moreno væri „mesti landráðamaður í sögu Ekvadors og Suður-Ameríku“, og spilltur. Ákvörðunin væri ógleymanlegur glæpur. Það að Ekvador hafi svipt Assange hæli í gær setur hættulegt fordæmi. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsmaður Assange, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst grafalvarlegt að það sé hægt að svipta einhvern hælisrétti og mér finnst mjög alvarlegt að þetta sé út af kröfu Bandaríkjanna um framsal á honum, eins og hefur komið fram,“ segir Birgitta og bætir við: „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá.“ Þrátt fyrir að Birgitta hafi ekki stutt mörg verkefni Assange undanfarið hyggst hún, í samstarfi við blaðamenn í Bretlandi og fyrrverandi starfsmenn samtakanna Courage Foundation, sem hafa barist fyrir frelsi Assange, berjast af hörku gegn framsali hans til Bandaríkjanna. Samkvæmt Birgittu mun Naomi Colvin, fyrrverandi leiðtogi samtakanna sem áður aðstoðaði lekamanninn Lauri Love við að komast hjá framsali, taka verkefnið að sér. „Það eina sem hægt er að gera er að taka þetta mál fyrir dómstóla.“ Þá nefnir Birgitta einnig að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi sett sig í samband við fólk sem tengdist WikiLeaks minna en hún gerði. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir hafa ekkert á mig, enda gerði ég aldrei neitt ólöglegt, en nafn mitt er náttúrulega á Collateral Murder [leka um bandaríska þyrluárás sem felldi tólf almenna borgara] og ég var aðili að WikiLeaks þegar þessir stóru lekar voru að koma.“ Hún segist ekki vita hver staða sín sé þar ytra en bætir því við að hennar mál sé smávægilegt „miðað við það sem Chelsea og Assange standa frammi fyrir“. Þá segist hún einnig hafa áhyggjur af hvað bíði Assange, verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Nefnir meðferð Chelsea Manning í því samhengi og að dauðarefsing sé enn við lýði í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu lögmanna Manning í gær segir að nýframkomin ákæruskjöl í máli Assange sýni svart á hvítu að engin þörf hafi verið fyrir það varðhald sem Manning sætti á dögunum. Stjórnvöld hafi þegar haft þær upplýsingar sem sóst var eftir frá henni. Samkvæmt BBC á Assange yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum ef hann verður framseldur þangað og síðan sakfelldur fyrir „samsæri um tölvuinnbrot“ sem hann á að hafa framið árið 2010 í samskiptum sínum við Manning. En Assange á einnig yfir höfði sér fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum þess er hann var leystur úr haldi gegn tryggingu áður en hann sótti um hæli. Dómstóll á neðra dómstigi sakfelldi hann fyrir brotið í gær og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf mánaða fangelsi. Reuters greindi frá því að farið hefði verið fram á að kynferðisbrotamálið í Svíþjóð gegn Assange, sem áður var fellt niður, yrði opnað á ný. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun, hyggst berjast fyrir framsali hans til Svíþjóðar. Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna greindi frá því árið 2016 að sérfræðingar SÞ væru á þeirri skoðun að eiginleg fangelsun Assange í ekvadorska sendiráðinu væri háð geðþótta, ekki lögum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, ávarpaði blaðamenn í Lundúnum í gær. „Þetta er svartur dagur fyrir blaðamennsku. Við viljum ekki sjá þetta halda áfram. Þessu þarf að linna,“ sagði Kristinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leiddur út úr ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í járnum í gær. Þar hefur hann dvalið og verið með pólitískt hæli frá árinu 2012. Upphaflega til þess að forðast framsal til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamála sem síðar voru látin niður falla. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, sagði í ávarpi að ákvörðun hefði verið tekin um að svipta hann hæli sínu eftir ítrekuð brot. Framtíð Assange er óráðin en Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal hans. Þeir saka Assange um samráð við Chelsea Manning sem hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum leynilegum, bandarískum gagnagrunnum. Forveri Moreno, Rafael Correa, brást illa við ákvörðuninni. Sagði að Moreno væri „mesti landráðamaður í sögu Ekvadors og Suður-Ameríku“, og spilltur. Ákvörðunin væri ógleymanlegur glæpur. Það að Ekvador hafi svipt Assange hæli í gær setur hættulegt fordæmi. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsmaður Assange, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst grafalvarlegt að það sé hægt að svipta einhvern hælisrétti og mér finnst mjög alvarlegt að þetta sé út af kröfu Bandaríkjanna um framsal á honum, eins og hefur komið fram,“ segir Birgitta og bætir við: „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá.“ Þrátt fyrir að Birgitta hafi ekki stutt mörg verkefni Assange undanfarið hyggst hún, í samstarfi við blaðamenn í Bretlandi og fyrrverandi starfsmenn samtakanna Courage Foundation, sem hafa barist fyrir frelsi Assange, berjast af hörku gegn framsali hans til Bandaríkjanna. Samkvæmt Birgittu mun Naomi Colvin, fyrrverandi leiðtogi samtakanna sem áður aðstoðaði lekamanninn Lauri Love við að komast hjá framsali, taka verkefnið að sér. „Það eina sem hægt er að gera er að taka þetta mál fyrir dómstóla.“ Þá nefnir Birgitta einnig að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi sett sig í samband við fólk sem tengdist WikiLeaks minna en hún gerði. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir hafa ekkert á mig, enda gerði ég aldrei neitt ólöglegt, en nafn mitt er náttúrulega á Collateral Murder [leka um bandaríska þyrluárás sem felldi tólf almenna borgara] og ég var aðili að WikiLeaks þegar þessir stóru lekar voru að koma.“ Hún segist ekki vita hver staða sín sé þar ytra en bætir því við að hennar mál sé smávægilegt „miðað við það sem Chelsea og Assange standa frammi fyrir“. Þá segist hún einnig hafa áhyggjur af hvað bíði Assange, verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Nefnir meðferð Chelsea Manning í því samhengi og að dauðarefsing sé enn við lýði í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu lögmanna Manning í gær segir að nýframkomin ákæruskjöl í máli Assange sýni svart á hvítu að engin þörf hafi verið fyrir það varðhald sem Manning sætti á dögunum. Stjórnvöld hafi þegar haft þær upplýsingar sem sóst var eftir frá henni. Samkvæmt BBC á Assange yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum ef hann verður framseldur þangað og síðan sakfelldur fyrir „samsæri um tölvuinnbrot“ sem hann á að hafa framið árið 2010 í samskiptum sínum við Manning. En Assange á einnig yfir höfði sér fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum þess er hann var leystur úr haldi gegn tryggingu áður en hann sótti um hæli. Dómstóll á neðra dómstigi sakfelldi hann fyrir brotið í gær og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf mánaða fangelsi. Reuters greindi frá því að farið hefði verið fram á að kynferðisbrotamálið í Svíþjóð gegn Assange, sem áður var fellt niður, yrði opnað á ný. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun, hyggst berjast fyrir framsali hans til Svíþjóðar. Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna greindi frá því árið 2016 að sérfræðingar SÞ væru á þeirri skoðun að eiginleg fangelsun Assange í ekvadorska sendiráðinu væri háð geðþótta, ekki lögum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, ávarpaði blaðamenn í Lundúnum í gær. „Þetta er svartur dagur fyrir blaðamennsku. Við viljum ekki sjá þetta halda áfram. Þessu þarf að linna,“ sagði Kristinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira