Khabib hafði betur gegn Conor en Írinn játaði sig sigraðan í fjórðu lotu. Conor var þá að snúa aftur í hringinn eftir 693 daga án bardaga.
Eftir bardagann sagði McGregor að hann hafi gert afdrífarik mistök á mikilvægum tíma og að hann hafði tapað heiðarlega gegn Rússanum. Nú hefur Conor gefið út í hverju mistökin fólust.
I broke my foot 3 weeks out from the bout.
I still marched forward however, and also landed the final blows of the night.
On his blood brother.
I am happy with how the contest went and the lessons learned.
In my fighting and more importantly my preparation.
Time will reveal all. https://t.co/VNxbrfk6qx
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 11, 2019
„Ég fótbrotnaði þremur vikum fyrir bardagann. Ég hélt samt áfram,“ skrifaði Conor á Twitter-síðuna þar sem hann svaraði aðdáenda.
Mikið hefur gengið á síðan bardaganum lauk en í mars mánuði greindi McGregor frá því að hann væri hættur í MMA. Fyrr í þessum mánuði rifust svo Khabib og Conor heiftarlega á Twitter en fleiri fréttir tengdar þessu má lesa hér að neðan.