Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2019 12:15 Kosið verður til Evrópuþings 22. maí næstkomandi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpar neðri deild þingsins í dag. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafi verið frestað til 31. október. Á blaðamannafundi eftir að niðurstaða um framlengdan frest Brexit var ljós sagði Tusk framlenginguna sveigjanlega en styttri en hann bjóst við og að tíminn væri nægur til að komast að bestri mögulegri niðurstöðu. Nú væru örlög Brexit alfarið í höndum Breta. Þá biðlaði hann til breska þingsins að „sóa ekki tímanum“Ávarpar neðri deild þingsins í dag May segir í yfirlýsingu sinni, eftir að framlenging fram til 31. október var ljós, að hún vilji ganga úr Evrópusambandinu með samningi eins fljótt og auðið er. Hún harmi það að hafa ekki enn tekist að sannfæra breska þingið um að samþykkja þá samninga sem heimila Bretlandi útgöngu á farsælan hátt. May kom sér ítrekað hjá því að svara spurningum um framtíð hennar sem forsætisráðherra, í ljós þess að hún hafði lýst því yfir að hún myndi ekki samþykkja lengri framlengingu en til 30. júní. Hún hamraði þó á því að Bretar gætu enn gengið úr sambandinu fyrir 22. maí og komist hjá því að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. May ávarpar neðri deild breska þingsins síðar í dag. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Neyðarfundur í Brussel vegna Brexit Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag á neyðarfundi í Brussel ásamt Theresu May forsætisráðherra Breta, til að ræða stöðuna í Brexit. 10. apríl 2019 07:49 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpar neðri deild þingsins í dag. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafi verið frestað til 31. október. Á blaðamannafundi eftir að niðurstaða um framlengdan frest Brexit var ljós sagði Tusk framlenginguna sveigjanlega en styttri en hann bjóst við og að tíminn væri nægur til að komast að bestri mögulegri niðurstöðu. Nú væru örlög Brexit alfarið í höndum Breta. Þá biðlaði hann til breska þingsins að „sóa ekki tímanum“Ávarpar neðri deild þingsins í dag May segir í yfirlýsingu sinni, eftir að framlenging fram til 31. október var ljós, að hún vilji ganga úr Evrópusambandinu með samningi eins fljótt og auðið er. Hún harmi það að hafa ekki enn tekist að sannfæra breska þingið um að samþykkja þá samninga sem heimila Bretlandi útgöngu á farsælan hátt. May kom sér ítrekað hjá því að svara spurningum um framtíð hennar sem forsætisráðherra, í ljós þess að hún hafði lýst því yfir að hún myndi ekki samþykkja lengri framlengingu en til 30. júní. Hún hamraði þó á því að Bretar gætu enn gengið úr sambandinu fyrir 22. maí og komist hjá því að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. May ávarpar neðri deild breska þingsins síðar í dag.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Neyðarfundur í Brussel vegna Brexit Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag á neyðarfundi í Brussel ásamt Theresu May forsætisráðherra Breta, til að ræða stöðuna í Brexit. 10. apríl 2019 07:49 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38
Neyðarfundur í Brussel vegna Brexit Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag á neyðarfundi í Brussel ásamt Theresu May forsætisráðherra Breta, til að ræða stöðuna í Brexit. 10. apríl 2019 07:49