Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2019 22:13 „Ég er niðurbrotinn. Ég verð að játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir eins marks tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í Laugardalshöll í kvöld. Tapið var eins svekkjandi og það verður. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum þegar Ómar Ingi Magnússon fékk dæmt á sig skref. Til að bæta gráu á svart kastaði hann boltanum út af vellinum og fékk fyrir það rautt spjald auk þess sem Makedónía fékk vítakast. „Það var ömurlegt að upplifa þetta. Þetta var svo mikill óþarfi en réttur dómur miðað við reglurnar. Við þurfum heldur betur að læra af þessu, það er dýrt að kasta þessu frá sér.“ Guðmundur sagði að það hefði ekki verið hægt að kvarta yfir sóknarleik Íslands, enda skorað í nánast hverri sókn. Gallinn var hins vegar sá að Norður-Makedóníumenn gerðu það líka. „Við náðum aldrei að losa þá frá okkur. Við fengum til dæmis sárafá hraðaupphlaupsmörk. Þetta var erfiður leikur.“ Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson fundu sig ekki í íslenska markinu í dag. „Sem dæmi skorar hægri hornamaðurinn þeirra átta mörk, allt í hornið nær. Maður spyr sig hvernig það getur gerst. Svo byrja þeir að taka skot alls staðar og hvergi, oft langt að utan. Þetta fór því miður allt inn og ansi mikið ólán yfir því.“ En hefur Guðmundur áhyggjur af stöðu markvörslunnar í landsliðinu? „Ég skal bara játa það að ég hef áhyggjur af stöðu markvörslunnar. Ég verð að segja það. Alveg eins og við gagnrýnum allt í liðinu. Já, ég hef það.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Ég er niðurbrotinn. Ég verð að játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir eins marks tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í Laugardalshöll í kvöld. Tapið var eins svekkjandi og það verður. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum þegar Ómar Ingi Magnússon fékk dæmt á sig skref. Til að bæta gráu á svart kastaði hann boltanum út af vellinum og fékk fyrir það rautt spjald auk þess sem Makedónía fékk vítakast. „Það var ömurlegt að upplifa þetta. Þetta var svo mikill óþarfi en réttur dómur miðað við reglurnar. Við þurfum heldur betur að læra af þessu, það er dýrt að kasta þessu frá sér.“ Guðmundur sagði að það hefði ekki verið hægt að kvarta yfir sóknarleik Íslands, enda skorað í nánast hverri sókn. Gallinn var hins vegar sá að Norður-Makedóníumenn gerðu það líka. „Við náðum aldrei að losa þá frá okkur. Við fengum til dæmis sárafá hraðaupphlaupsmörk. Þetta var erfiður leikur.“ Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson fundu sig ekki í íslenska markinu í dag. „Sem dæmi skorar hægri hornamaðurinn þeirra átta mörk, allt í hornið nær. Maður spyr sig hvernig það getur gerst. Svo byrja þeir að taka skot alls staðar og hvergi, oft langt að utan. Þetta fór því miður allt inn og ansi mikið ólán yfir því.“ En hefur Guðmundur áhyggjur af stöðu markvörslunnar í landsliðinu? „Ég skal bara játa það að ég hef áhyggjur af stöðu markvörslunnar. Ég verð að segja það. Alveg eins og við gagnrýnum allt í liðinu. Já, ég hef það.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00