Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Eigandi Fálka segir hann hafa verið í um tvö ár að jafna sig á fjögurra vikna einangrun eftir að hann kom til landsins. Mynd/Pétur Alan Guðmundsson Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira